Fleiri fréttir

Falleg stund á íþróttavelli - fékk drauminn uppfylltan

Jack Hoffman er sjö ára gamall piltur frá Nebraska í Bandaríkjunum sem berst við krabbamein í heila. Hans helsti draumur hefur verið að fá að spila með amerískan fótboltaliðinu með liði borgarinnar sem hann býr í.

Geislavirkt vatn lak út úr kjarnorkuveri

Talið er að 120 tonn af geislavirku vatni hafi lekið úr Fukushima-kjarnorkuverinu á síðustu dögum. Vatnið, sem notað var til að kæla kjarnakljúfa versins, seitlaði ofan í jarðveginn úr vatnsgeymum.

Johnn Kerry til Tyrklands

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Þar mun hann funda með ráðamönnum um málefni Sýrlands og áætlun um frið í Austurlöndum nær.

Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, var í morgun útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa dvalið þar vegna þrálátrar sýkingar í lungum.

Svínakjöt í lasagna frá Ikea

Sænska húsgagnaverslunin Ikea hefur innkallað hátt í 18 þúsund frosna lasagna rétti eftir að svínakjöt fannst í þeim.

Spenntari fyrir Gangnam Style

Almenningur í Suður-Kóreu lætur ekki spennuna í samskiptum við nágrannana í norðri á sig fá, enda hafa þeir áður upplifað slíkar hótanir.

Risastórt verkefni NASA

Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar munu á næstu árum freista þess að snara nokkur hundruð tonna smástirni og draga í átt að jörðu. Markmiðið er að rýna í efnasamsetningu slíkra steina og um leið auðvelda mannkyni að verjast mögulegum loftsteinaárekstri í framtíðinni.

Hvað er "dogging"?

Mick Philpott, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í Englandi í gær fyrir að verða valdur að dauða sex barna sinna í íkveikju, tók reglulega þátt í afbrigðilegri kynlífsathöfn sem Bretinn kallar "dogging".

Norður-Kórea bætir í kjarnorkuhótanir

Eftir yfirlýsingar yfirvalda í Norður-Kóreu síðustu vikur eykst spennan á Kóreuskaga sífellt. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður beitt svipuðum meðulum til að fá fjárhagsaðstoð og annað. Flest bendir til þess að hið sama sé uppi á teningnum nú.

Færri kjósa að ferðast til Indlands

Fréttaflutningur af ofbeldi gagnvart konum á Indlandi ógnar ferðamannaiðnaði þar í landi, sem árlega veltir tæpum 2.200 milljörðum íslenskra króna.

Heldur sig frá hlaupabrautinni

Oscar Pistorius, suður-afríski spretthlauparinn, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína í febrúar síðastliðnum, er ekki farinn að æfa aftur, hefur bandaríska fréttastofan CNN eftir frænda hans.

Heimsfaraldur ekki í nánd

Ekki er talin hætta á að heimsfaraldur brjótist út þrátt fyrir að fuglaflensan H7N9 hafi dregið sex manns til dauða í Kína síðustu vikur. Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin segir að veiran berist ekki frá manni til manns.

Verkamenn létust þegar bygging hrundi

Að minnsta kosti tuttugu og sjö eru látnir og yfir fimmtíu eru slasaðir eftir að bygging sem var í smíðum hrundi á Mumbai á Indlandi í nótt.

Sex börn létust eftir íkveikju föðurins

Enskur faðir hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að standa fyrir því að kveikt yrði í heimili barnsmóður hans í Derby á Englandi. Sex börn hans létu lífið í brunanum.

Langar til Norður-Kóreu

Stóryrtar yfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu gætu skapað þjóðinni auknar gjaldeyristekjur. Þannig segir ensk ferðaskrifstofa að áhugi á kommúnistaríkinu hafi margfaldast undanfarið. Aukning í fyrirspurnum sé um 400 prósent.

Öskraði og var bjargað af bjargi

Hávær öskur hinnar átján ára Kyndall Jack leiddi til björgunar hennar úr Trabuco gljúfrinu í Kaliforníu í morgun. Hennar hafði verið leitað síðan á páskasunnudag.

Roger Ebert er látinn

Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert er látinn sjötugur að aldri. Ebert tilkynnti í gær að hann þyrfti að draga saman seglin vegna baráttu við krabbamein en baráttunni er lokið.

Norður-Kóreumenn vígbúast

Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera "nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga.

Stjórnvöld í Sádi Arabíu ætla að lama mann

Bresk stjórnvöld hvetja Sádí-Araba til þess að lama ekki mann sem dæmdur var fyrir að ráðast á annan mann með hnífi þannig að hinn síðarnefndi lamaðist. Árásarmaðurinn var dæmdur fyrir árásina af dómstólum í Sádí Arabíu og urðu viðurlögin sem fyrr sagði. Talsmaður utanríkisþjónustunnar í Bretlandi segir að bresk stjórnvöld hafi gríðarlegar áhyggjur af málinu.

620 milljónir fyrir Kony

Yfirvöld í Bandaríkjunum gáfu það út í gær að þau myndu greiða þeim sem gæfi upplýsingar um það hvar stríðsglæpamaðurinn Joseph Kony héldi sig, fimm milljónir dollara - um 620 milljónir króna.

Með sautján hænur í ferðatöskunni

Þrjátíu og þriggja ára maður var handtekinn á flugvellinum í Manchester í Bretlandi á dögunum eftir að hann reyndi að smygla sautján hænum inn í landið.

Angela Merkel mynduð í sundbol

Angela Merkel, kanslari Þýkalands, er bál reið út í paparazzi ljósmyndara sem tók myndir af henni og fjölskyldu hennar í fríi á Ítalíu á dögunum.

Þingmaður deildi klámi á Twitter

Rob Wilson, þingmaður breska íhaldsflokksins, deildi vefsíðuslóð af klámsíðu á Twitter-síðu sinni í gær. Ætlaði hann að deila viðtali breska ríkisútvarpsins við samflokksmann sinn en eitthvað virðist hann hafa ruglast í ríminu.

Vara við miskunnarlausum árásum

"Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam.

Smygla sæði út úr fangelsum

Palestínumaðurinn Ammar al-Ziben var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa skipulagt árásir gagnvart Ísraelsmönnum árið 1998. Þrátt fyrir það á hann átta mánaða gamlan son.

Hann á afmæli í dag

"Joel, þetta er Marty. Ég er að hringja í þig úr farsíma, alvöru síma sem hægt er að ganga með." Svona hljóðaði fyrsta símtalið fyrir fjörutíu árum.

Samþykktu vopnasölusáttmála

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær sögulegan sáttmála um reglur um vopnasölu. Unnið hefur verið að sáttmálanum í tæpan áratug.

Hvítir Bandaríkjamenn eiga miklu meira en þeldökkir

Hvítir Bandaríkjamenn eiga að meðaltali 236 bandaríkjadölum, eða 26 milljónum krónum meira, en þeldökkir Bandaríkjamenn. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið í Bandaríkjunum, segir á vef danska blaðsins Politiken. Þar segir að næstum 50 ár séu liðin frá því aðskilnaðarstefnunni var hætt. En þrátt fyrir það búa þeldökkir enn við mun lakari kjör en hinir hvítu. Ástæðan virðist vera sú að allt frá árinu 1984 hafa eignir hvítra vaxið þrefalt meira en eignir hvítra.

Körfuboltamaður ákærður fyrir morð

Javaris Crittenton, fyrrverandi körfuboltaleikmaður í NBA deildinni, hefur verið ákærður fyrir að myrða 22 ára gamla konu í Atlanta í ágúst árið 2011.

Áttræður ætlar á Everest

Áttræður Japani ætlar að ganga á Everest í næsta mánuði. Nái hann því - verður hann sá elsti í sögunni sem nær alla leið upp á topp.

Allir skulu eiga byssu

Bæjarráðið í bænum Nelson í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum hefur samþykkt að höfuð allra fjölskyldna í bænum skuli eiga skotvopn.

Tapað 800 milljónum í póker

Árið hefur ekki byrjað vel hjá dönsku pókerstjörnunni Gus Hansen. Á þremur mánuðum hefur kappinn tapað andvirði 300 milljóna íslenskra króna í fjárhættuspilinu.

Framhaldsmyndin staðfest

Eftir margra ára vangaveltur hefur Disney-Pixar tilkynnt að framhaldsmynd Finding Nemo, Finding Dory, verði gefin út árið 2015.

Sjá næstu 50 fréttir