Erlent

Lík fjallgöngumanna fundin

Leitað var úr þyrlu.
Leitað var úr þyrlu.
Lík tveggja bandarískra fjallgöngumanna fundust í gær á Mount Palcaraju í Andesfjöllum í Perú, en mennirnir létust eftir fall á göngunni. Leit hafði staðið yfir að mönnunum frá því þeir týndust og létu ekki vita af sér eftir að þeir hófu göngu hinn 11. júlí síðastliðinn.

Palcaraju er rúmlega 6 þúsund metra hæð, en lík mannanna fannst í rúmlega fimm þúsund metrum. Þau fundust eftir leit úr þyrlu, en ekki hefur tekist að sækja þau þar sem aðstæður þykja varasamar. Mennirnir voru um þrítugt og voru báðir reyndir fjallgöngumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×