Fleiri fréttir

Holmes var í meðferð hjá geðlækni

Talið er að maðurinn sem grunaður er um að hafa staðið að baki fjöldamorðinu í Colorado í síðustu viku hafi verið undir eftirliti geðlækna. Maðurinn, James Holmes, var doktorsnemi í taugaskurðlæknum. En samhliða náminu var hann sjúklingur sálfræðikennara við sama háskóla og hann stundaði nám við. Er talið að Holmes hafi verið geðhvarfasjúkur. Áður hafði verið greint frá því að Holmes hafi sent nákvæmar upplýsingar um fjöldamorðið til kennarans. Ekki er vitað hvort að pakkinn hafi komist til skila. Holmes er sakaður um að hafa skotið tólf til bana í kvikmyndahúsi í bænum Aurora í Colorado, 20. júlí síðastliðinn. Alls særðust 58 í skotárásinni, af þeim liggja ellefu enn á spítala, þarf af fimm í lífshættu.

Voðaverk framin í skjóli aðgerðaleysis

„Að mínu mati er það einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem beitir svona öflugum hernaðarmætti og hemjulausu ofbeldi gegn almenningi fellur,“ sagði norski herforinginn Robert Mood við fréttastofuna Reuters.

Tveir látnir eftir fárviðri í New York

Að minnsta kosti tveir létu lífið í miklu fárviðri í New York, Ohio og Pennsylvaníu í dag. Þá er talið að um 100 þúsund manns hafi verið án rafmagns í kjölfar veðurofsans.

Breskur ráðherra slapp með skrekkinn

Mikið hefur verið rætt um aðdraganda og skipulag Ólympíuleikanna í Lundúnum. Menningarmálaráðherra Bretlands tókst þó að forðast óhapp þegar hann hringdi inn leikana í dag.

Elísabet drottning kom í fallhlíf

Elísabet II Bretlandsdrottning stökk úr þyrlu og lenti á Ólympíuleikvanginum í London í kvöld. Það var sjálfur James Bond sem sótti drottninguna á þrylu í Buckinghamhöll. Eða svoleiðis leit það að minnsta kosti út fyrir áhorfendum. Daniel Craig, sem leikur hefur Bond í síðustu myndum, sótti hana í höllina og saman flugu þau í gegnum borgina. Svo stukku þau bæði út, en það var þó ekki alveg þannig þar sem vanir fallhífastökkvarar hafa tekið það að sér. Drottningin mætti svo spræk og settist niður ásamt eiginmanni sínum Filippusi Prins. Því næst söng barnakór þjóðsöng Breta. Setningahátíðin er enn í gangi og má segja að allt sé að ganga upp enda kostaði hún 27 milljónir punda. Síðar í kvöld munu keppendurnir ganga inn á leikvanginn. Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, er fánaberi Íslands á leikunum.

Fékk of mikið af sígarettum

Starfsmenn dýragarðs í Indónesíu neyddust til að flytja órangúta til að forða honum frá gestum sem voru stöðugt að gefa honum sígarettur.

Hliðin að Ólympíusvæðinu opnuð

Hliðin að Ólympíugarðinum standa nú opin. Fólk er tekið að streyma inn á svæðið og bíða margir í ofvæni eftir að sjá setningarathöfn leikanna.

Allt stopp í Lundúnum

Miklar tafir hafa orðið á umferð í Lundúnum í dag. Leigubílstjórar mótmæla því að fá ekki að nota sérstakar akreinar sem ætlaðar eru fjölmiðlafólki, íþróttamönnum og embættismönnum.

Ólympíueldurinn lýkur ferðalagi sínu

Ólympíueldurinn lauk í dag 12 þúsund kílómetra löngu ferðalagi sínu um Bretland. Þúsundir fylgdust með þegar kyndillinn var fluttur upp Thames ánna í Lundúnum.

Mood segir fall Assads tímaspursmál

Norski hershöfðinginn Robert Mood, sem stjórnaði verkefnum eftirlitsmanna í Sýrlandi, sagði í dag að fall ríkisstjórnar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, væri aðeins tímaspursmál.

Japanskar konur ekki lengur þær langlífustu

Japanskar konur eru ekki lengur þær langlífustu í heiminum. Konur í Hong Kong lifa nú lengur en þær japönsku en þetta er í fyrsta sinn í 25 ár að japanskar konur missa stöðu sína sem þær langlífustu í heiminum.

Danir kristnir fyrr en talið var

Nýjar fornleifarannsóknir í nágrenni Ribe á Jótlandi benda til þess að Danir hafi tekið kristni fyrr en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á vef Berlingske.

Íbúar forða sér frá Aleppo af ótta við meiri átök

Manaf Tlass, þekktasti liðhlaupinn úr æðsta hring Assads Sýrlandsforseta, segist vilja leggja sitt af mörkum til að sameina lið uppreisnarmanna, sem samsett er af ólíkum og oft á tíðum andstæðum fylkingum.

Fundu gljúfur undir ísnum

Vísindamenn hafa uppgötvað mikið gljúfur undir miklum ísbreiðum á Suðurskautslandinu. Þeir telja að uppgötvunin muni varpa nýju ljósi á bráðnun jökla og hafíss á suðurhveli jarðar. Frá þessu er greint í nýju tölublaði vísindatímaritsins Nature.

Hjólaði frá Kína til að sjá Ólympíuleikana

Það eru ekki allir sem eiga efni á flugferð til Lundúna til að geta fylgst með Ólympíuleikunum sem fram fara í borginni næstu vikurnar. Kínverskur bóndi lét peningaleysið þó ekki stoppa sig heldur hjólaði alla leið frá Kína til Lundúna!

Fór næstum því út í geim, opnaði hurðina og stökk út!

Fallhífarstökkvarinn Felix Baumgartner stökk í dag úr þrjátíu kílómetra hæð og náði mest 862 kílómetra hraða. Hann var í þrjár mínútur og fjörutíu og átta sekúndur í loftinu áður en hann spennti út fallhífina og sveif svo í tæplega ellefu mínútur áður en hann lenti í eyðimörkinni í Nýju Mexíkó.

Teygjur koma hvorki í veg fyrir harðsperrur né meiðsl

Það er gjarna sagt að teygjur minnki líkur á harðsperrum og komi í veg fyrir meiðsl. Börnum er kennt að teygja eftir skólaíþróttir og fótboltalið sitja saman í hring í asnalegum stellingum eftir leiki til að passa upp á líkamann.

Sprengjum rignir yfir Damaskus og Aleppo

Yfirvöld í Sýrlandi reyna nú eftir mesta megni að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn hertaki Damaskus og Aleppo, stærstu borgir landsins. Sprengjum hefur rignt yfir borgirnar í dag — ekki liggur fyrir hversu margir hafa fallið í stórskotaárásunum.

Fyrsta konan í geimnum var samkynhneigð

Hin dáða Sally Ride, sem var fyrsta bandaríska konan til að fara út í geim, lést fyrr í vikunni eftir erfiða baráttu við krabbamein í brisi, 61 ára að aldri.

Kúbverjar opnir fyrir viðræðum við Bandaríkin

Í dag er þjóðhátíðardagur Kúbu. Forseti Kúbu, Raúl Castro, hélt ræðu til að halda upp á 59 ára afmæli árásarinnar á Moncada herstöðina. Þó árásin hafi gengið illa markaði hún upphaf byltingarinnar á Kúbu. Bræðurnir Fidel Castro og Raúl Castro voru fremstir í flokki í árásinni.

Eiginkona Bo ákærð fyrir morð

Eiginkona kínverska stjórnmálamannsins Bo Xilai hefur verið ákærð fyrir morð. Xilai var áður vonarstjarna í kínverskum stjórnmálum og allt benti til að brátt yrði hann meðal valdamestu manna landsins. Morðmálið hefur gert út af við framavonir hans.

Kim Jong-un vill vera opnari leiðtogi

Miklar getgátur hafa verið um dularfullu konu sem sést hefur við hlið Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu undanfarið. Nú hafa fjölmiðlar þar í landi tilkynnt að konan sé sannarlega eiginkona Kim Jong og að hún heiti Ri Sol-ju.

Ki-moon heimsækir Srebrenica

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, lagði í dag blómsveig að minnisvarða þeirra sem létust í fjöldamorðunum í Srebrenica. Að minnsta kosti 8 þúsund Bosníu-múslimar létust í voðaverkum Serba árið 1995.

Holmes sendi lýsingar á skotárásinni til háskóla síns

Í ljós hefur komið að James Holmes maðurinn sem myrti 12 manns og særði tugi annarra í skotárás á forsýningu nýjustu Batman myndarinnar í Denver sendi pakka með ítarlegum upplýsingum um árásina til háskólans sem hann stundaði nám við.

Forræðið fært tímabundið

Dómari hefur ákveðið að að veita TJ Jackson, bróðursyni Michaels Jackson, tímabundið forræði yfir börnum poppgoðsins.

Obama vill breyta skotvopnalögum Bandaríkjanna

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um skotvopnalög landsins. Obama segir að embætti hans sé að vinna að endurbótum á skotvopnalögunum sem m.a. eiga að koma í veg fyrir að geðveikt fólk geti keypt sér skammbyssur eða önnur skotvopn.

Sjö fórust í námuslysi í Mexíkó

Sjö námumenn fórust og nokkrir slösuðust þegar sprenging varð í námu í Coahulia-héraðinu í norðurhluta Mexíkó. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Tyrkir loka landamærum Sýrlands

Sýrlandsher beinir nú afli sínu einkum gegn uppreisnarmönnum í Aleppo, stærstu borg landsins, en virðist hafa náð að mestu valdi á höfuðborginni Damaskus. Nýr yfirmaður friðargæsluliðs SÞ reynir að vera bjartsýnn.

Obama talsvert sigurstranglegri

Um 65% líkur eru á sigri Baracks Obama forseta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, að því er kemur fram á vef tölfræðisérfræðingsins Nates Silver. Þó munurinn á fylgi Obama og Mitts Romney, frambjóðanda repúblikana, sé aðeins rúm tvö prósent á landsvísu ber nokkuð þeirra á milli sé tekið tillit til fylgis í einstökum ríkjum.

Rekin heim eftir rasista-komment á Twitter

Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag.

Sjá næstu 50 fréttir