Bardagar geisa í sex hverfum Aleppo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. júlí 2012 19:49 Uppreisnarmenn halda særðum lögreglumanni niðri í Aleppo. Mynd/AFP Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Sprengikúlum hefur rignt yfir sýrlensku borgina Aleppo í dag. Annan daginn í röð reyna stjórnarhermenn nú að hrekja uppreisnarmenn á brott úr borginni. Sýrlenski herinn hefur tvíeflst í árásum sínum á meðan matarskortur gerir vart við sig í stórborginni. Hörð átök hafa staðið yfir í borginni Aleppo í Sýrlandi í dag. Er þetta annar dagurinn í röð sem stjórnarhermenn reyna að hrekja uppreisnarmenn úr hverfum borgarinnar. Samkvæmt óstaðfestum fregnum mannréttindasamtaka í Sýrlandi létust tæplega 30 manns í borginni í gær en hátt í hundrað og sjötíu víðsvegar um landið. Barist hefur verið í sex hverfum Aleppo í dag. Orrustuþyrlum og þungavopnum hefur verið beitt af hálfu stjórnarhermanna heyrast sprengingar víða um borgina. Samkvæmt lýsingum uppreisnarmanna er lífið innan veggja Aleppo martöð líkast. Verslanir eru lokaðar og í þokkabót er víða rafmagnslaust. Þá eru vopnabirgðir uppreisnarmanna af skornum skammti. Leiðtogi hinnar útlægu stjórnarandstöðu í Sýrlandi, Abdel Basset Sayda, hefur biðlað til þjóða sem hliðhollar eru uppreisnarmönnum í Sýrlandi um að koma vörum og vopnum til borgarinnar. Uppreisnarmenn halda því fram að þeir hafi hrundið gagnsókn stjórnarhermanna á bak aftur í dag - þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Yfirvöld í Sýrlandi munu halda áfram sókn sinni í Aleppo. Utanríkisráðherra landsins, Walid al-Moallem, fundaði í dag með kollega sínum í Íran. Á blaðamannafundi sagði hann að uppreisnarmennirnir væru ráðþrota eftir að hafa beðið ósigur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. „Síðan á miðvikudag hafa þeir reynt að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd og stefnt öllu sínu herliði til að ná Damascus á sitt vald á innan við viku. En sókn þeirra var hrundið og þeir sigraðir. Nú hafa þeir snúið sér að Aleppo og þar verða þeir líka sigraðir," sagði Walid al-Moallem, utanríkisráðherra Sýrlands. Kofi Annan, friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átakanna í Aleppo. Hann ítrekaði að sem fyrr væri möguleiki á að leysa deilur stríðandi fylkinga í Sýrlandi með pólitískum leiðum. Talið er að um 20 þúsund hermenn, uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafi fallið í Sýrlandi síðan uppreisnin gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads hófst í landinu fyrir 17 mánuðun.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira