Erlent

Aftur víðtækt rafmangsleysi á Indlandi

Víðtækt rafmagnsleysi er aftur að hrjá Indverja og er höfuðborgin Delhi öll án rafmagns í augnablikinu.

Rafmagnsleysið hefur m.a. stöðvað neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og er verið að bjarga farþegunum úr lestunum sem standa kyrrar.

Ástæðan fyrir rafmagnsleysinu eru að dreifingarkerfið í norður- og austurhluta landsins sló út. Í gærmorgun sló kerfið einnig út þannig að um 300 milljónir Indverja voru án rafmagns um tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×