Erlent

Skæð flensa herjar á landsel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flensan herjar á landsel en óttast er að hún geti breiðst út.
Flensan herjar á landsel en óttast er að hún geti breiðst út. mynd/ afp.
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa greint nýja tegund innflúensu í landsel, sem talið er að geti smitast í bæði menn og dýr. Flensan er kölluð því óþjála nafni H3N8 og talið er að hún hafi valdið dauða fjölda sela á Nýja Englandi í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttum BBC. Vísindamenn telja mögulegt að flensan hafi smitast úr fuglum. Þeir telja að þessi flensan sé til marks um að sífellt sé hætta á að mannskæð flensa geti brotist út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×