Erlent

Særður björn ógnar öryggi

Særður björn gengur nú laus í Norður-Noregi. Hann var skotinn þegar hann réðst á sauðfé og gæti verið hættulegur.
Særður björn gengur nú laus í Norður-Noregi. Hann var skotinn þegar hann réðst á sauðfé og gæti verið hættulegur.
Lögregla og Náttúruvernd ríkisins í Noregi leita nú að særðu bjarndýri í Saltdal í norðurhluta landsins og hafa beðið almenning á svæðinu að hafa varann á.

Dýrið var skotið á sunnudag eftir að hafa ráðist á sauðfé, en komst undan á flótta.

Bjarnarins er leitað bæði úr lofti með þyrlum og með leitarhundum á jörðu niðri, en var enn ófundinn í gær.

„Björninn gæti hafa komist langt eftir að hann var skotinn og gæti verið hættulegur,“ hefur Aftenposten eftir Margrethe Torseter hjá lögreglunni í Salten.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×