Erlent

The Hobbit verður þríleikur

Nýsjálenski kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson tilkynnti í dag að hann væri nú að undirbúa þriðja kaflann í kvikmyndaröðinni um The Hobbit. Jackson lauk nýverið við tökur á tveimur kvikmyndum sem byggja á skáldsögunni.

Í tilkynningu sem Jackson birti á Facebook í dag kemur fram að þriðja myndinn eigi eftir að brúa bilið á milli The Hobbit og Hringadróttinssögu.

Síðustu daga hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um að þriðja kvikmyndin um The Hobbit væri í bígerð.

The Hobbit átti upphaflega að vera tvær myndir. Tökur á þeim hófust í mars á síðasta ári. Þeim lauk síðan í síðasta mánuði. Fyrri myndin verður tekinn til sýninga í desember á þessu ári en sá seinni er væntanlegur á næsta ári.

Jackson framleiddi og leikstýrði einnig þríleiknum um Hringadróttinssögu eins og frægt er orðið. Kvikmyndirnar nutu gríðarlegra vinsælda en samanlagt höluðu þær inn tæpum þremur milljörðum dala eða það sem nemur rúmlega 365 milljörðum íslenskra króna.

Hægt er að sjá sýnishorn úr The Hobbit hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×