Erlent

Um 300 milljónir Indverja án rafmangs í nótt

Rafmagnslaust varð á nær öllum norðurhluta Indlands, þar á meðal í höfuðborginni Delhi. seint í nótt með þeim afleiðingum að um 300 milljónir manna voru án rafmagns.

Þetta gerðist í kjölfar þess að rafveitukerfið á þessum slóðum hrundi. Í frétt á BBC segir að ekki sé vitað um orsakir þeirrar bilunar.

Nú fyrir stundu tilkynnti orkumálaráðherra landsins um að rafmagn væri komið á um 60% af því landssvæði sem varð rafmangslaust og brátt yrði rafmagnið komið á allsstaðar. Hann sagði jafnframt að rannsókn væri hafin á biluninni en þetta er mesta rafmagnsleysi sem orðið hefur á Indlandi undanfarin áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×