Erlent

Tilraunasprengja sem gleymdist að fjarlægja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá stjórnarráðshverfinu í Osló í dag.
Frá stjórnarráðshverfinu í Osló í dag. mynd/ afp.
Komið hefur í ljós að böggullinn sem fannst við bandaríska sendiráðið í Osló í morgun var tilraunasprengja sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins höfðu gleymt að fjarlægja. Sprengjan var fest undir bíl sem var stöðvaður við öryggisleit í sendiráðinu. Þegar sprengjunnar varð vart greip um sig nokkur ótti og svæðið var rýmt í 500 metra radíus. Vopnaðir lögreglumenn gættu svæðisins. Tveimur tímum síðar, eða rétt fyrir klukkan tólf að íslenskum tíma, var hættuástandi aflýst.


Tengdar fréttir

Hættuástandi aflýst í Osló

Hættuástandi hefur verið aflýst í miðborg Oslóar þar sem óttast var að sprengju hefði verið komið fyrir í morgun. Lögreglan skrifaði skilaboð á twitter um að allir þeir sem höfðu farið af svæðinu mættu snúa þangað aftur, eftir því sem fram kemur í Verdens Gang.

Íslenska sendiráðið ekki rýmt

Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Osló þurfa ekki að rýma bygginguna þar sem húsnæðið er ekki innan 500 metra radíus frá dularfulla pakkanum undir bíl við bandaríska sendiráðið. Sprengjusveit lögreglunnar er á staðnum er að rannsaka pakkann sem grunur leikur á að sé sprengja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×