Erlent

Segir Ísraela hafa yfirburði

Forsetaframbjóðandi á flandri um heiminn.
Forsetaframbjóðandi á flandri um heiminn. nordicphotos/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Mitt Romney segir Ísraela hafa menningarlega yfirburði gagnvart Palestínumönnum og segir velgengni Ísraela í efnahagsmálum staðfesta það.

Ummælin fóru illa fyrir brjóstið á Palestínumönnum sem segja hann greinilega lítið vita bæði um Palestínumenn og Ísraela.

Romney hefur verið á ferðalagi, meðal annars til að safna fé í kosningasjóði sína. Ummælin lét hann falla í Ísrael í gær, en hélt síðan til Póllands. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×