Erlent

Sjúkrahús að yfirfyllast af særðu fólki í Aleppo

Bardagar geisuðu víða í borginni Aleppo í Sýrlandi í gærkvöld og langt fram á nótt fjórða daginn í röð.

Í frétt um málið á BBC segir að öll sjúkrahús og læknastofur í borginni séu að verða yfirfull af særðu fólki en mikill skortur er á lyfjum og læknisgögnum í borginni. Þúsundir borgarbúa halda áfram að flýja úr borginni vegna átakanna.

Svo virðist sem hvorki gangi né reki hjá sýrlenska stjórnarhernum að ná valdi á stórum hluta Aleppo. Einnig berast fréttir um að vígasveitir á vegum al-kaída samtakanna séu komnar til borgarinnar og taki þátt í bardögunum með uppreisnarmönnunum gegn stjórnarhernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×