Erlent

Ólíklegt að flóðbylgja hafi myndast í snörpum skjálfta

KHN skrifar
Ekki er talið líklegt að flóðbylgjur hafi myndast þegar snarpur jarðskáfti reið yfir Papúa Nýju-Gíneu fyrr í dag. Alþjóðlegar vísindastofnanir fylgjast grannt með þróun mála. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli eða tjóni.

Jarðskjálfti að stærðargráður 6.6 reið yfir reið yfir suðurströnd Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftamiðjan var rúmlega 30 kílómetra suðaustan við bæinn Taron en upptök skjálftans voru á rúmlega 70 kílómetra dýpi.

Ekki þótti ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvaranir en veðurstofur bæði Japan sem og Bandaríkjanna fylgjast þó náið með eftirköstum skjálftans.

Alþjóðlega flóðbylgjustofnunin, sem starfar á vegum Sameinuðu Þjóðanna, telur litla hættu vera á að flóðbylgja hafi myndast en bendir þó á að skjálftar af þessari stærðargráðu geti búið til minni minniháttar flóðbylgjur sem skollið geti á strendur sem eru innan hundrað kílómetra radíusar frá skjálftamiðjunni.

Ekki hafa borist fregnir af stórfelldum skemmdum vegna jarðskjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×