Erlent

Osló: Öll hús við bandaríska sendiráðið hafa verið rýmd

Lögreglan í Osló er búin að rýma öll hús sem eru í innan við 500 metra fjarlægð frá bandaríska sendiráðinu í Henrik Ibsen götu í miðborg Oslóar.

Þetta var gert í framhaldi af því að dularfullur pakki fannst undir bíl sem lagt hafði verið fyrir framan sendiráðið.

Í norskum fjölmiðlum kemur fram að sprengjusveit lögreglunnar sé komin á vettvang og rannsókn er hafin á þessum pakka.

Eftir að pakkinn fannst var allt tiltækt lið lögreglunnar í Osló kallað út og hefur það myndað öryggishring í kringum Henrik Ibsen götuna.

Meðal þeirra húsa sem rýmd hafa verið, auk sendiráðsins, má nefna hluta af konungshöllinni, Þjóðleikhúsið og skrifstofur utanríkisráðuneytisins. Í Verdens Gang segir að enginn af meðlimum norsku konungsfjölskyldunni hafi verið staddur í höllinni þegar málið kom upp fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×