Erlent

Nær 30 fórust þegar eldur kviknaði í farþegalest

Að minnsta kosti 27 hafa farist og 28 liggja á sjúkrahúsi eftir að eldur kom upp í farþegalest í héraðinu Andhra Pradesh á Indlandi í nótt.

Óttast er að tala látinna geti farið yfir 70 manns en þeir sem fórust voru sofandi þegar eldurinn kom upp.

Lestin var á leiðinni frá Delhi til borgarinnar Chennai. Eldsupptök eru óljós en gætu hafa orðið vegna skammhlaups í rafkerfi lestarinnar.

Einn farþegavaginn brann til grunna og er mjög illa farinn en björgunarsveitarmenn sem sendir voru á staðinn þurftu að nota klippur til að komast inn í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×