Erlent

Giftast eftir 48 ára aðskilnað

Lena og Roland.
Lena og Roland. mynd/AP
Lena Henderson og Roland Davis voru unglingar þegar þau gengu í það heilaga. Hjónabandið endaði þó með ósköpum. Tuttugu árum og fjórum börnum seinna var sambandinu slitið. Núna, 48 árum eftir skilnaðinn, undirbúa þau sitt seinna brúðkaup.

Lena og Roland - bæði 85 ára gömul - eru nú í óðaönn við að skipuleggja brúðkaupið. Það mun fara fram í smábænum Chattanooga í Bandaríkjunum í viðurvist barna, barnabarna og barnabarnabarna.

Roland bað um hönd Lenu fyrr á þessu ári. Það gerði hann símleiðis eftir áeggjan dóttur sinnar. Þau hittust síðast í jarðarför árið 1996. Þar áður höfðu þau ekki séð hvort annað síðan leiðir þeirra skildu árið 1964.

Lenu leyst vel á tilboðið, samþykkti og fjórar kynslóðir fögnuðu. Brúðkaupið fer fram á laugardaginn. Þau hafa ekki gert upp hug sinn varðandi brúðkaupsferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×