Erlent

Par grýtt til dauða fyrir að búa í óvígðri sambúð í Malí

Par hefur verið grýtt til dauða í norðurhluta Malí vegna brota þeirra gegn sharíalögum sem ríkja á þessu landssvæði.

Um tvöhundruð manns fylgdust með þegar parið var grýtt til dauða en þessi aftaka var á vegum herskárra múslima með tengsl við al-kaída samtökin samkvæmt frétt um málið á Reuters.

Glæpur parsins fólst í því að hafa búið saman og eignast börn án þess að vera gift en sharialögin banna kynlíf utan hjónabands.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sharialögunum er beitt til að lífláta fólk í Malí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×