Erlent

600 milljónir án rafmagns

mynd/afp
Hundruð námuverkamenn eru fastir neðanjarðar og yfir 600 milljónir manna eru án rafmagns í norðurhluta Indlands eftir að dreifingarkerfi rafmagns í landinu hrundi í morgun. Þetta er í annan daginn í röð sem slíkt gerist en í gær voru um 300 milljónir Indverja án rafmagns um tíma af sömu ástæðum. Fjölmargar lestir eru stopp og er unnið að því að koma fólki upp úr neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Delhi. Orkumálaráðherra landsins segir að ástæðan fyrir rafmagnsleysinu sé sú að nokkur héröð séu að nota meira rafmagn en gert er ráð fyrir. Unnið er að viðgerð en rafmagnsleysið er það mesta í áratugi í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×