Erlent

Lögreglan í Osló rýmir torgið við konungshöllina og fleiri staði

Lögreglan í Osló hefur rýmt torgið fyrir framan konungshöllina í borginni og verið er að rýma Þjóðleikhúsið og skrifstofur utanríkisráðuneytisins.

Þá er búið að loka Henrik Ibsen götunni. Þessar aðgerðir fóru af stað fyrir um hálftíma síðan eftir að dularfullur pakki fannst undir bifreið sem lagt var fyrir framan bandaríska sendiráðið í Henrik Ibsen götu. Allt starfsfólk sendiráðsins hefur verið flutt á brott.

Svo virðist sem lögreglan taki málið mjög alvarlega og fær enginn að komast nálægt fyrrgreindum stöðum að sögn fólks sem Verdens Gang hefur rætt við nálægt götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×