Erlent

Romney heimsótti Ísrael

Mynd/AP
Forsetaframbjóðandi Repúblikana, Mitt Romney, heimsótti Ísrael í gær. Romney hefur verið á faraldsfæti síðustu daga en hann var viðstaddur setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudag. Þá mun hann einnig ferðast til Póllands seinna í vikunni.

Romney mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir eru góðkunningjar.

Talið er að Romney muni beita sér fyrir nánara samstarfi Bandaríkjanna og Ísrael verði hann kosinn forseti. Kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum stendur nú sem hæst og hefur Romney átt brattann að sækja gegn Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Kosningarnar fara fram 6. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Romney myndi styðja hervald gegn Íran

Mitt Romney myndi styðja aðgerðir Ísraela ef þeir þyrftu að beita vopnavaldi til að koma í veg fyrir að Íranir þróuðu kjarnorkuvopn, að því er fram kemur á Reuters fréttaveitunni. Þetta er haft eftir Dan Senor, öryggisráðgjafa frambjóðandans, en hann segir að Romney myndi virða ákvörðun Ísraels ef þeir þyrftu að beita hervaldi gegn Íran í þessum tilgangi. Þessi stefna Romney er sögð á skjön við stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað reynt að fá Ísraela til að falla frá því að taka til skoðunar fyrirbyggjandi hernaðarðgerðum gegn Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×