Fleiri fréttir

Vildi ekkert ræða tölvuleikina

Anders Behring Breivik neitaði að svara í dómsal í Ósló í gær, þegar til stóð að spyrja hann um tölvuleikinn World of Warcraft, sem hann spilaði í gríð og erg meðan hann var að undirbúa fjöldamorðin síðastliðið sumar.

11 ára strákur ók 150 km leið

Ökuferð 11 ára norsks stráks lauk í skurði í gær. Vörubílstjóri, sem sá unga ökumanninn í framúrakstri, lét lögregluna vita þar sem hann taldi hann vera 13 eða 14 ára. Í ljós kom að stráksi var ekki nema 11 ára.

Ray Bradbury látinn

Rithöfundurinn Ray Bradbury, sem er þekktastur fyrir skáldsögu sína Farenheit 451, lést í dag 91 árs að aldri. Bradbury skrifaði sex hundruð smásögur og þrjátíu bækur á ferli sínum. Ekki er vitað hvað banamein hans er.

Dvergar ósáttir við nýja mynd um Mjallhvíti

Framleiðendur kvikmyndarinnar Mjallhvítar og veiðimannsins sæta nú ámæli vestanhafs fyrir að hafa sniðgengið dverga þegar leikarar voru valdir í myndina og ráðið í staðinn fólk í fullri stærð í hlutverk dverganna sjö.

Sólstólarnir auðir á Grikklandi

Í kjölfar efnahagsvandamála Grikklands hefur ferðamannaiðnaður þar dregist saman að undanförnu. Stærsti atvinnuvegur Grikklands er ferðamannaiðnaður. Um 20% af gríska hagkerfinu má með einum og öðrum hætti rekja til ferðamanna. Áætlað er að einn af hverjum fimm Grikkjum vinni í greininni.

Síðustu líkamspartarnir fundnir?

Tvær póstsendingar sem innihéldu líkamsparta fundust við kanadíska skóla í gær. Pakkarnir eru taldir tengjast máli klámmyndaleikarans sem grunaður er um að myrða elskhuga sinn og senda líkamsparta hans í pósti til stjórnmálaflokka.

Sektir á mótmælendur hækkaðar í Rússlandi

Rússar samþykktu í dag umdeild lög sem leggja háar sektir við mótmælum. Fréttamaður BBC segir lögin gefa yfirvöldum aukið rými til að túlka hvar mótmæli megi eiga sér stað og í hvaða formi þau megi birtast.

Hjálparstarfsfólki hleypt inn

Stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta hefur fallist á að hleypa hjálparstarfsfólki inn á þau fjögur svæði sem harðast hafa orðið úti í átökunum í landinu.

Tveir látnir eftir árás óþekktra köngulóa

Ný tegund stórra árásargjarnra köngulóa hefur valdið ofsahræðslu í þorpi í Assam, afskekktu héraði í Norðaustur-Indlandi. Íbúarnir kölluðu á hjálp eftir að fjöldi köngulóa „réðist inn“ í þorpið.

Elísabet drottning segist djúpt snortin

„Það hefur snert mig djúpt að sjá svo margar þúsundir fjölskyldna, nágranna og vina fagna saman í svo ánægjulegu andrúmslofti,“ sagði Elísabet Bretadrottning í stuttu ávarpi til bresku þjóðarinnar í gær, á lokadegi fjögurra daga hátíðarhalda í tilefni af sextíu ára krýningar-afmæli hennar.

Einn leiðtogi al-Kaída féll í árás

Pakistan, APBandaríkjamenn fullyrtu í gær að Abu Yahya al-Libi, næstæðsti yfirmaður al-Kaída, hafi fallið í árás bandarísks flygildis á lítið þorp í ættbálkahéraðinu Norður-Waziristan í Pakistan.

"Hvar voru allir þessir fréttamenn fyrir 40 árum?"

Rússneski söngvarinn, sem myndbandavefurinn Youtube gerði óvænt heimsfrægan á gamalsaldri sem Trololo, lést í Sánkti Pétursborg í gær, 77 ára að aldri. Hann hét í raun Edvard Kihl, hafði verið þekktur í gömlu Sovétríkjunum fyrir 40 árum, en flestum gleymdur þar til fyrir tveimur árum að einhver fann gamalt myndband af honum úr sovéska sjónvarpinu frá árinu 1976 og setti á Youtube.

Afmælishátíð Bretlandsdrottningar í myndum

Elísabet bretlandsdrottning fagnaði 60 ára valdaafmæli sínu nú um helgina. Hún er annar þjóðhöfðinginn í sögu Englands sem hefur náð þessum embættisaldri, en Viktoría Bretlandsdrottning sat í 63 ár.

Sendiherrar ekki lengur velkomnir í Sýrlandi

Sendiherrar Bandaríkjanna og Bretlands eru ekki lengur velkomnir í Sýrlandi. Yfirvöld þar í landi tilkynntu í dag að diplómatarnir yrðu reknir á brott en fyrir rúmri viku var sendiherrum Sýrlands gert að yfirgefa sendiráð sín í nokkrum löndum í Evrópu og Asíu.

Klámmyndaleikarinn handtekinn í Berlín

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem var eftirlýstur af Interpol var handtekinn í Berlín þar sem hann sat á netkaffi og las fréttaumfjöllun um sjálfan sig. Klámmyndaleikarinn Luka Rocco Magnotta er grunaður um að hafa drepið fyrrum ástmann sinn, skorið af honum limi og sent í pósti til stjórnmálamanna.

Kjarnorkuvopn verða um borð

Þýsk stjórnvöld hafa frá upphafi vitað að Ísraelar myndu setja kjarnorkuvopn í kafbáta sem framleiddir eru í Þýskalandi og að stærstum hluta greiddir af þýskum stjórnvöldum.

Obama áfram vinsælli en Romney

Í nýrri skoðanakönnun á vegum CNN kemur fram að Barack Obama bandaríkjaforseti er áfram vinsælli en Mitt Romney andstæðijngur hans í komandi forsetakosningum í haust.

Philip prins lagður inn á sjúkrahús

Philip prins eiginmaður Elísabetar Bretadrottingar var lagður inn á sjúkrahús í skyndi vegna sýkingar í þvagblöðru í gærdag og missti prinsinn því af hluta af hátíðarhöldunum vegna 60 ára krýningarafmælis eiginkonu sinnar.

Tólf ár fyrir árásaráform

Hugðust ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og drepa eins marga og þeir gætu. Virðast þó hafa ætlað að þyrma börnum og konum.

Putin ræðir orku- og utanríksmál við Kínverja

Þriggja daga opinber heimsókn Vladimir Putin forseta Rússlands til Kína hefst í dag. Að sögn BBC er reiknað með að orku- og utanríkismál muni verða helsta umræðuefni Putin og kínverska ráðamanna í þessari heimsókn þar á meðal ástandið í Sýrlandi.

Vill setja lög um mótmæli

Vladimir Pútín Rússlandsforseti segist vilja innleiða lög um mótmæli að evrópskri fyrirmynd.

Herra Trololo látinn, 77 ára að aldri

Rússneski söngvarinn Eduard Khil lést í Sankti Pétursborg í dag, 77 ára að aldri. Ferill Khils er rósum skreyttur, en það var túlkun hans á laginu I am so Happy til Finally be Back Home sem vakti hrifningu netverja — í kjölfarið varð Khil að stórstjörnu.

Segja skilið við vopnahlé

Þjóðarráð Sýrlands, helstu samtök stjórnarandstæðinga í landinu, hefur sagt skilið við hið máttlausa vopnahlé sem ríkt hefur í landinu síðustu vikur.

Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal

Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum."

Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram.

Alþjóðaflugvöllur í Líbíu umkringdur

Vopnaður flokkur umkringdi í dag millilandaflugvöll Líbíu í Tripolí. Hópurinn hefur krafist lausnar eins af leiðtogum sínum sem hvarf fyrir tveimur dögum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til að vekja athygli á kröfunum. Fyrir vikið hefur öllu flugi verið beint á herflugvöll landsins.

Uppreisnarmenn fella 80 stjórnarliða

Um 80 stjórnarliðar létust í átökum í Sýrlandi um helgina. Það ku vera mesta mannfall sem stjórnarherinn hefur þolað í einu síðan uppreisnin hófst í mars árið 2011.

Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar

Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina.

Fjórir menn dæmdir fyrir að skipuleggja árás á JP

Dómstóll í Danmörku dæmdi í morgun fjóra menn seka um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárás á skrifstofur dagblaðsins Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn. Mennirnir voru handteknir í árslok 2010. Fram kom í réttarhöldunum að mennirnir ætluðu sér að bana stórum hópi fólks til að hefna fyrir skrípamyndirnar sem blaðið birti af Múhameð spámanni árið 2005. Mennirnir voru allir múslimar sem búsettir voru í Svíþjóð. Refsing yfir þeim hefur ekki verið ákveðin en saksóknarar krefjast sextán ára fangelsis.

Assad líkir stjórnarhernum við skurðlækni

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, líkir aðgerðum stjórnarhersins í landinu við tilraunir skurðlækna til að bjarga mannslífum. Herinn hefur staðið fyrir fjöldamorðum og pyndingum að undanförnu.

Sjá næstu 50 fréttir