Erlent

Síðustu líkamspartarnir fundnir?

BBI skrifar
Mynd/interpol
Tvær póstsendingar sem innihéldu líkamsparta fundust við kanadíska skóla í gær. Pakkarnir eru taldir tengjast máli klámmyndaleikarans sem grunaður er um að myrða elskhuga sinn og senda líkamsparta hans í pósti til stjórnmálaflokka.

Annar pakkinn innihélt afskorna hönd og hinn leifar af fæti. Pakkarnir fundust sinn við hvorn grunnskólann. Skólayfirvöld segja fundinn hafa verið mjög sjokkerandi lífsreynslu fyrir nemendur og kennara.

Lögregla hefur gefið út að enn séu hönd og fótur af fórnarlambi klámmyndaleikarnas ófundin. Ekki hefur fengist staðfest að um líkamsparta þess fórnarlambs sé að ræða, en það er talið mjög líklegt.

Luka Rocco Magnotta náðist í Berlín á mánudaginn var. Hann kom fyrir þýska dómstóla í gær og verður að öllum líkindum framseldur til Kanada. Hann lagðist ekki gegn framsalinu.

Umfjöllun BBC um málið.


Tengdar fréttir

Klámmyndaleikari eftirlýstur vegna morðmáls

Klámmyndaleikari og meintur morðingi er nú eftirlýstur af Alríkislögreglunni Interpol. Luka Rocco Magnotta, 29 ára klámmyndaleikari, er grunaður um að hafa myrt mann og sent líkamsparta hans með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokks í Kanada.

Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram.

Klámmyndaleikarinn handtekinn í Berlín

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem var eftirlýstur af Interpol var handtekinn í Berlín þar sem hann sat á netkaffi og las fréttaumfjöllun um sjálfan sig. Klámmyndaleikarinn Luka Rocco Magnotta er grunaður um að hafa drepið fyrrum ástmann sinn, skorið af honum limi og sent í pósti til stjórnmálamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×