Erlent

Sólstólarnir auðir á Grikklandi

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Í kjölfar efnahagsvandamála Grikklands hefur ferðamannaiðnaður þar dregist saman að undanförnu.

Stærsti atvinnuvegur Grikklands er ferðamannaiðnaður. Um 20% af gríska hagkerfinu má með einum og öðrum hætti rekja til ferðamanna. Áætlað er að einn af hverjum fimm Grikkjum vinni í greininni.

Í kjölfar kreppunnar hefur ferðamannastraumurinn dregist töluvert saman. Sagt var frá eyjunni Zakynthos í umfjölllun BBC. Þar hefur breskum ferðamönnum fækkað um 20% á síðasta ári, Þjóðverjum um yfir 40% og Írum um helming. Sömu sögu er að segja af öðrum landshlutum.

Á grískum hótelum standa sólstólarnir nú auðir við sundlaugarnar. Aðeins þrjú af 38 herbergjum á hóteli á Zakynthos eru nú í leigu. „Ef þetta heldur svona áfram neyðumst við til að segja upp starfsfólki og loka," segir hótelstjórinn og hefur áhyggjur af ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×