Erlent

Putin ræðir orku- og utanríksmál við Kínverja

Þriggja daga opinber heimsókn Vladimir Putin forseta Rússlands til Kína hefst í dag. Að sögn BBC er reiknað með að orku- og utanríkismál muni verða helsta umræðuefni Putin og kínverska ráðamanna í þessari heimsókn þar á meðal ástandið í Sýrlandi.

Sjálfur segir Putin að heimsókninni sé einkum ætlað að greiða fyrir frekari viðskiptum milli landanna en þau námu 84 milljörðum dollara á síðasta ári.

Með Putin í för eru sex ráðherrar og forstjóri olíu- og gasrisans Gazprom auk fleiri forstjóra rússneskra orkufyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×