Erlent

Íbúar Dull bíða spenntir eftir vinabæjarsambandi við Boring

Íbúar þorpsins Dull í Skotlandi fá að vita seinna í vikunni hvort vinabæjarsamband Dull við bæinn Boring í Oregon í Bandaríkjunum verði að veruleika að ekki.

Sökum þess hve mikill munur er á íbúafjölda þessara bæja var ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um vinabæjarbeiðnina meðal íbúa Boring og lýkur henni fyrir helgina. Íbúar Dull eru mjög spenntir fyrir þessu vinabæjarsambandi og telja það geta orðið lyftistöng fyrir þorpið.

Bærinn Boring er skírður í höfuðið á einum stofnenda sinna en Dull er að öllum líkindum galíska orðið fyrir skógarlund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×