Tólf ár fyrir árásaráform 5. júní 2012 07:00 Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ætla að ráðast þar inn og drepa eins marga og þeir gætu. nordicphotos/AFP Fréttaskýring Hvaða hryðjuverkamál hafa dönsk stjórnvöld þurft að glíma við? Fjórir menn voru dæmdir í tólf ára fangelsi í gær fyrir að hafa ætlað að ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn í desember árið 2010. Þrír þeirra, Munir Award, Omar Abdallah Aboelazm og Munir Ben Mohammed Dhahri, voru handteknir 29. desember í húsi skammt frá Kaupmannahöfn. Sá fjórði, Sabhi Ben Mohammed Zalouti, var handtekinn daginn eftir í Svíþjóð, þar sem hann var nýkominn yfir landamærin frá Danmörku. Mennirnir fjórir eru allir múslímar, búsettir í Svíþjóð en ættaðir frá Túnis, Egyptalandi og Líbanon. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst með þeim mánuðum saman. Mennirnir neituðu sök en á upptökum úr eftirlitsvélum í Stokkhólmi má heyra þá tala saman um Jótlandspóstinn, píslarvætti og vangaveltur um það hvernig þeir gætu drepið sem flest af fólki en samt tekið eina manneskju í gíslingu. Einnig heyrast þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera við konur og börn, en þeir virðast hafa ætlað að þyrma lífi þeirra.Fyrsta málið árið 1993 Á síðustu árum hafa ellefu hryðjuverkamál komið til kasta lögreglunnar í Danmörku, samkvæmt samantekt á vefsíðu Politiken. Hið fyrsta kom upp árið 1993 þegar þrír Egyptar voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir á tvær lestarstöðvar í Kaupmannahöfn. Þeir voru á endanum sýknaðir af tengslum við hryðjuverk, en sakfelldir fyrir íkveikju. Sex Norðurlandabúar, þar á meðal þrír danskir ríkisborgarar, voru handteknir í Bosníu í október árið 2005 grunaðir um hryðjuverkaáform. Þrír hlutu dóm í málinu en hinir voru látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að danska dagblaðið Jyllandsposten birti skopmyndir af Múhameð spámanni haustið 2005 hafa strangtrúaðir múslímar haft horn í síðu Dana. Þau níu hryðjuverkamál sem hafa komið upp síðan hafa flest tengst eða verið talin tengjast myndunum. Eitt þeirra kom upp í september árið 2007 þegar átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um tengsl við al-Kaída. Tveir voru á endanum dæmdir í tólf og sjö ára fangelsi fyrir að skipuleggja sprengjuárásir. Þrír menn voru einnig handteknir árið 2007 og dæmdir í fimm til tólf ára fangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverk sem áttu að beinast að Jótlandspóstinum.Sprengja sprakk á salerni Árið 2007 var bóksalinn Said Mansour dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í Danmörku. Í september árið 2010 var Tsjetjeninn Lors Dukajev handtekinn eftir að hann hafði ætlað að gera sprengjuárás, líklega á skrifstofur danskra dagblaða. Hann særðist sjálfur þegar sprengja hans sprakk inni á salerni hótels í Kaupmannahöfn. Í júní á síðasta ári var maður frá Sómalíu dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráðast á skopmyndateiknarann Kurt Westergaard með öxi og hníf að vopni. Þrír menn voru hins vegar sýknaðir árið 2010 af áformum um að drepa Westergaard vegna ónægra sönnunargagna. Í október síðastliðnum kom bandaríska lögreglan upp um áform tveggja manna í Chicago um að gera árásir á Jótlandspóstinn í Kaupmannahöfn. Í apríl síðastliðnum voru fimm ungir vinstri róttæklingar ákærðir fyrir nokkrar íkveikjur og áform um enn fleiri íkveikjur, sem í ákærunni voru taldar tilraunir til hryðjuverka, en mál þeirra tengdist skopmyndunum af Múhameð ekki.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Fréttaskýring Hvaða hryðjuverkamál hafa dönsk stjórnvöld þurft að glíma við? Fjórir menn voru dæmdir í tólf ára fangelsi í gær fyrir að hafa ætlað að ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn í desember árið 2010. Þrír þeirra, Munir Award, Omar Abdallah Aboelazm og Munir Ben Mohammed Dhahri, voru handteknir 29. desember í húsi skammt frá Kaupmannahöfn. Sá fjórði, Sabhi Ben Mohammed Zalouti, var handtekinn daginn eftir í Svíþjóð, þar sem hann var nýkominn yfir landamærin frá Danmörku. Mennirnir fjórir eru allir múslímar, búsettir í Svíþjóð en ættaðir frá Túnis, Egyptalandi og Líbanon. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst með þeim mánuðum saman. Mennirnir neituðu sök en á upptökum úr eftirlitsvélum í Stokkhólmi má heyra þá tala saman um Jótlandspóstinn, píslarvætti og vangaveltur um það hvernig þeir gætu drepið sem flest af fólki en samt tekið eina manneskju í gíslingu. Einnig heyrast þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera við konur og börn, en þeir virðast hafa ætlað að þyrma lífi þeirra.Fyrsta málið árið 1993 Á síðustu árum hafa ellefu hryðjuverkamál komið til kasta lögreglunnar í Danmörku, samkvæmt samantekt á vefsíðu Politiken. Hið fyrsta kom upp árið 1993 þegar þrír Egyptar voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir á tvær lestarstöðvar í Kaupmannahöfn. Þeir voru á endanum sýknaðir af tengslum við hryðjuverk, en sakfelldir fyrir íkveikju. Sex Norðurlandabúar, þar á meðal þrír danskir ríkisborgarar, voru handteknir í Bosníu í október árið 2005 grunaðir um hryðjuverkaáform. Þrír hlutu dóm í málinu en hinir voru látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að danska dagblaðið Jyllandsposten birti skopmyndir af Múhameð spámanni haustið 2005 hafa strangtrúaðir múslímar haft horn í síðu Dana. Þau níu hryðjuverkamál sem hafa komið upp síðan hafa flest tengst eða verið talin tengjast myndunum. Eitt þeirra kom upp í september árið 2007 þegar átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um tengsl við al-Kaída. Tveir voru á endanum dæmdir í tólf og sjö ára fangelsi fyrir að skipuleggja sprengjuárásir. Þrír menn voru einnig handteknir árið 2007 og dæmdir í fimm til tólf ára fangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverk sem áttu að beinast að Jótlandspóstinum.Sprengja sprakk á salerni Árið 2007 var bóksalinn Said Mansour dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í Danmörku. Í september árið 2010 var Tsjetjeninn Lors Dukajev handtekinn eftir að hann hafði ætlað að gera sprengjuárás, líklega á skrifstofur danskra dagblaða. Hann særðist sjálfur þegar sprengja hans sprakk inni á salerni hótels í Kaupmannahöfn. Í júní á síðasta ári var maður frá Sómalíu dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráðast á skopmyndateiknarann Kurt Westergaard með öxi og hníf að vopni. Þrír menn voru hins vegar sýknaðir árið 2010 af áformum um að drepa Westergaard vegna ónægra sönnunargagna. Í október síðastliðnum kom bandaríska lögreglan upp um áform tveggja manna í Chicago um að gera árásir á Jótlandspóstinn í Kaupmannahöfn. Í apríl síðastliðnum voru fimm ungir vinstri róttæklingar ákærðir fyrir nokkrar íkveikjur og áform um enn fleiri íkveikjur, sem í ákærunni voru taldar tilraunir til hryðjuverka, en mál þeirra tengdist skopmyndunum af Múhameð ekki.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira