Erlent

Obama áfram vinsælli en Romney

Í nýrri skoðanakönnun á vegum CNN kemur fram að Barack Obama bandaríkjaforseti er áfram vinsælli en Mitt Romney andstæðijngur hans í komandi forsetakosningum í haust.

Alls eru 52% Bandaríkjamanna ánægðir með störf Obama en 42% eru það ekki. Hinsvegar eru 48% ánægðir með Romney en 42% óánægðir. Það er einkum fólk undir þrítugu sem líkar við Obama en fólk sem komið er til ára sinna er ánægðara með Romney.

Þá þykir yfir 60% Bandaríkjamanna mikið til Michelle eiginkonu Obama koma sem er svipað hlutfall og hjá Hillary Clinton utanríkisráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×