Erlent

Klámmyndaleikarinn handtekinn í Berlín

BBI skrifar
Mynd/interpol
Kanadíski klámmyndaleikarinn sem var eftirlýstur af Interpol var handtekinn í Berlín þar sem hann sat á netkaffi og las fréttaumfjöllun um sjálfan sig.

Klámmyndaleikarinn Luka Rocco Magnotta er grunaður um að hafa drepið fyrrum ástmann sinn, skorið af honum limi og sent í pósti til stjórnmálamanna.

Magnotta náðist á mánudaginn eftir að glöggur starfsmaður á netkaffi þekkti hann af fréttamyndum og hringdi á lögregluna. Þegar sjö lögreglumenn komu á netkaffið hafði Magnotta setið þar í tvo tíma og lesið fréttaumfjöllun um sjálfan sig á öllum helstu fjölmiðlum heims.

„Fyrst reyndi hann að ljúga til um nöfn," sagði lögreglumaðurinn Guido Busch „en að lokum sagði hann bara: Þið náðuð mér. Hann streittist ekkert á móti."

Hér er umfjöllun The Guardian um handtökuna.


Tengdar fréttir

Klámmyndaleikari eftirlýstur vegna morðmáls

Klámmyndaleikari og meintur morðingi er nú eftirlýstur af Alríkislögreglunni Interpol. Luka Rocco Magnotta, 29 ára klámmyndaleikari, er grunaður um að hafa myrt mann og sent líkamsparta hans með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokks í Kanada.

Eftirlýsti klámmyndaleikarinn sást í París

Kanadíski klámmyndaleikarinn sem grunaður er um hrottalegt morð er sagður hafa sést tvisvar sinnum í Frakklandi um helgina. Sömuleiðis hefur lögreglan numið merki úr farsíma hans og rakið þau til Parísar. Því bendir allt til þess að hann hafi flúið til Frakklands. Ekki er vitað hvort hann er enn staddur þar eða hvort hann hefur haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×