Erlent

Dvergar æfir yfir að enginn þeirra fékk hlutverk í mynd um Mjallhvíti

Hagsmunasamtök dverga í Bandaríkjunum, eða Little People of America, eru æf af reiði vegna þess að í nýjustu myndinni um Mjallhvít er ekki einn einasti dvergur í hlutverki dvergana sjö en þau hlutverk eru öll leikin af fullvöxnum leikurum.

Myndin ber heitir Snow White and the Huntsman eða Mjallhvít og veiðimaðurinn og nýtur töluverðra vinsælda.

Hagsmunasamtökin segja að dvergar hafi átt að fá einhver af þessum hlutverkum enda eru þau skrifuð beint fyrir þá og margir hæfileikaríkir dvergar starfi í Hollywood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×