Erlent

Fæðingartíðni norskra kvenna lækkar töluvert

Fæðingartíðni hjá norskum konum hefur lækkað töluvert undanfarin tvö ár samhliða því að norskar konur verða æ eldri þegar þær fæða sitt fyrsta barn.

Þetta veldur norskum yfirvöldum áhyggjum enda stendur fæðingartíðnin í dag ekki undir endurnýjun þjóðarinnar. Árið 2009 fæddu norskar konur að meðaltali 1,98 börn hver en í fyrra var fæðingartíðnin komin niður í 1,88. Hinsvegar þarf hún að vera 2,1 börn til þess að viðhalda íbúarfjölda landsins.

Á tíunda áratug síðustu aldar áttu norskar konur sitt fyrsta barn þegar þær voru 26 ára gamlar að jafnaði. Í fyrra var þessi aldur kominn upp í 28,4 ár.

Af Norðurlöndunum er fæðingartíðnin hæst á Íslandi eða 2,2 börn á hverja konu að jafnaði. Í Svíþjóð er tíðnin 1,98 og í Danmörku og Finnlandi er hún 1,87 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×