Erlent

Sólarorkuflugvél flogið á milli heimsálfa í fyrsta sinn

Flugvél sem knúin er sólarorku var í fyrsta sinn flogið milli heimsálfa í gærkvöldi eða frá Gíbraltar til Rabat, höfuðborgar Marokkó.

Flugvélinni sem ber heitið Solar Impulse var flogið af svissneska ævintýramanninum Bernard Piccard en flugið er liður í undirbúningi fyrir hnattflug þessarar flugvélar eftir tvö ár.

Solar Impulse er á stærð við Airbus breiðþotu en vegur samt ekki meira en venjulegur fólksbíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×