Erlent

Kjarnorkuvopn verða um borð

Alls hafa Þjóðverjar afhent Ísrael þrjá kafbáta og munu afhenda þrjá til viðbótar á næstu fimm árum.
Alls hafa Þjóðverjar afhent Ísrael þrjá kafbáta og munu afhenda þrjá til viðbótar á næstu fimm árum. nordicphotos/AFP
Þýsk stjórnvöld hafa frá upphafi vitað að Ísraelar myndu setja kjarnorkuvopn í kafbáta sem framleiddir eru í Þýskalandi og að stærstum hluta greiddir af þýskum stjórnvöldum.

Þetta er fullyrt í þýska tímaritinu Der Spiegel, sem vitnar bæði í þýska og ísraelska heimildarmenn.

Þetta stangast á við fyrri yfirlýsingar þýskra stjórnvalda, sem hafa ítrekað fullyrt að Ísraelar ætli ekki að setja kjarnorkuvopn í bátana. Ríkisstjórn Angelu Merkel sætir nú gagnrýni vegna málsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×