Erlent

Alþjóðaflugvöllur í Líbíu umkringdur

BBI skrifar
Skuggi af uppreisnarmanni á líbíska fánanum.
Skuggi af uppreisnarmanni á líbíska fánanum. Mynd/AFP
Vopnaður flokkur umkringdi í dag millilandaflugvöll Líbíu í Tripolí. Hópurinn hefur krafist lausnar eins af leiðtogum sínum sem hvarf fyrir tveimur dögum. Aðgerðirnar eru hugsaðar til að vekja athygli á kröfunum. Fyrir vikið hefur öllu flugi verið beint á herflugvöll landsins.

Fyrstu kosningar landsins síðan Muanmar Gaddafi var hrakinn frá völdum áttu að vera 19. júní næstkomandi. Þeim verður frestað fram í júlí af óviðráðanlegum ástæðum. Kosningastjóri í Líbíu telur landið ekki tilbúið í kosningar. Hann sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði.

Hér er umfjöllun fréttamiðilsins AlJazeera um málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×