Vilja ekki muna atburðina á Torgi hins himneska friðar BBI skrifar 4. júní 2012 12:57 Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Nú eru 23 ár frá fjöldamorðunum í Kína á Torgi hins himneska friðar. Þá stöðvuðu kínversk stjórnvöld fjölmenn mótmæli með hervaldi. Í dag hafa stjórnvöld í Kína handtekið aðgerðarsinna og aukið alla gæslu til að koma í veg fyrir að minnt verði á atburðina. Kínverskar leitarsíður á netinu hafa sömuleiðis verið ritskoðaðar. Hvergi koma fram upplýsingar um atburðina. Ef maður leitar að orðum eins og „sjötti júní" „23" eða „aldrei gleyma" kemur ekkert upp. Umræða um atburðina hefur alltaf verið forboðin í landinu. Sú umræða er tekin sérlega föstum tökum í dag. Sérfræðingar telja ritskoðunina óvenju mikilvæga um þessar mundir þar sem ríkisstjórnin býr sig undir að nýir valdhafar taki við völdum. Vegna þess að 23 ár eru frá fjöldamorðunum sendi bandaríska ríkisstjórnin formlega ósk í gær til stjórnvalda í Kína um að þeir sem enn eru í fangelsi síðan atburðirnir áttu sér stað yrðu leystir úr haldi. Mannréttindasamtök telja innan við tólf manns enn í haldi frá atburðunum árið 1989. Kínversk stjórnvöld tóku mjög illa í þá hugmynd að frelsa þá og lýstu mikilli óánægju með bónina. Eftir rúmlega mánaðar mótmæli árið 1989 stráfelldu stjórnvöld í Kína mótmælendur á Torgi hins himneska friðar. Þetta gerðist 4. júní. Aldrei hefur verið gefið upp hve margir létust í mótmælunum en tala fallinna er almennt talin á bilinu nokkur hundruð til allt að 7000 manns. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ungan mann ganga í veg fyrir skriðdreka daginn eftir að fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar áttu sé stað. Atvikið vakti mikla athygli. Ekki er vitað hver örlög mannsins urðu.Hér og hér er fjallað um málið á fréttamiðli BBC.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira