Erlent

Réðust á unga Gyðinga með hömrum og járnstöngum í Lyon

Ráðist var á þrjá unga Gyðinga í borginni Lyon í Frakklandi í gærdag og þeir barðir með hömrum og járnstöngum.

Um var að ræða 18 ára gamla nemendur úr gyðingaskóla í borginni og réðist um tugur manna á þá þegar þeir yfirgáfu skólalóðina. Tveir þeirra eru töluvert slasaðir eftir árásina.

Innanríkisráðherra Frakklands hefur fordæmt þessa árás og segir að allt verði gert til að koma í veg fyrir svipaðar árásir í framtíðinni.

Árásin þykir til marks um að gyðingahatur sé að færast í aukanna í Frakklandi en árásarmennirnir eru taldir vera af norðurafrískum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×