Erlent

Fangelsaður fótboltamaður í lífshættu í Ísrael

BBI skrifar
Alls eru um 4.500 Palestínumenn vistaðir í fangelsum Ísraels. Myndin er ekki af Sarsak.
Alls eru um 4.500 Palestínumenn vistaðir í fangelsum Ísraels. Myndin er ekki af Sarsak. Mynd/AP
Óttast er um líf fótboltamanns frá Palestínu sem situr í fangelsi í Ísrael án dóms og laga. Maðurinn er í hungurverkfalli vegna frelsissviptingarinnar og hefur ekki neytt matar í 80 daga.

Fyrrum landsliðsmaðurinn Mahmoud Sarsak var fangelsaður í júlí árið 2009. 19. mars síðastliðinn byrjaði hann í hungurverkfalli eftir að varðhaldsúrskurður yfir honum var framlengdur í sjötta sinn. Talsmenn mannréttindasamtaka hafa lýst því yfir að meðan hann neitar að borða „feli hver dagur sem líður í sér hættu á dauða eða varanlegum skaða.

Fjöldahungurverkfall þar sem um 2000 palestínskir fangar í ísraelskum fangelsum neituðu að borða endaði 14. maí. Þá náðist samkomulag um að enda einangrunarvistun fanga, bæta aðstæður þeirra og leyfa heimsóknir fjölskyldumeðlima. Samkomulagið náðist fyrir milligöngu Egyptalands.

Þrátt fyrir samkomulagið þvertekur Mahmoud Sarsak enn fyrir að nærast.

Umfjöllun The Guardian um málið.


Tengdar fréttir

Palestínskir fangar binda enda hungurverkfall

Rúmlega 1.600 palestínskir fangar í Ísrael hafa ákveðið að binda enda á hungurverkfall sitt eftir að samkomulag náðist við yfirvöld í Ísrael um að úrbætur verði gerðar á aðstæðum í fangelsunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×