Fleiri fréttir

Gríska þingið samþykkti niðurskurðarfrumvarp

Gríska þingið samþykkti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar landsins skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á rekstri hins opinbera í samræmi við kröfur Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Rompuy telur ekki nauðsynlegt að breyta sáttmála ESB

Herman Van Rompuy forseti Evrópusambandsins telur að ekki sé nauðsynlegt að gera breytingar á Lisbon sáttmála sambandsins til þess að taka upp nýjar og hertar reglur um fjármálastjórn ríkja innan þess.

Merkel reynir að bera sig vel

Bæði Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti reyndu í gær að gera lítið úr því að matsfyrirtækið Standard & Poor‘s boðaði hugsanlega lækkun lánshæfismats evruríkjanna, jafnvel Þýskalands.

NATO býður samvinnu um eldflaugavarnir

Forystumenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) reyna nú að sannfæra Rússa um að áform bandalagsins um varnir gegn langdrægum eldflaugum beinist ekki gegn þeim á nokkurn hátt. Utanríkisráðherrar NATO, sem koma saman til reglulegs fundar í Brussel í dag, munu á morgun eiga fund með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.

Átök við lögreglu í Moskvu

Átök brutust út í Moskvu í gær þegar lögreglan reyndi að stöðva mótmælendur sem söfnuðust saman annan daginn í röð til að lýsa andstöðu sinni við framkvæmd þingkosninga á sunnudag.

Einkamyndir Mark Zuckerberg opnar öllum

Einkamyndir Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns samskiptasíðunnar Facebook, voru gerðar opinberar í dag. Talið er að galli í öryggiskóðun síðunnar hafi orðið til þess að allar persónulegar myndir stofnandans hafi verið opnar öllum.

Fyrirsæta gekk á flugvélaskrúfu

Fyrirsætan Lauren Scruggs er í stöðugu ástandi eftir að hún gekk á virka flugvélaskrúfu í Texas. Atvikið átti sér stað fyrir tveimur dögum og hafa læknar nú staðfest að Scruggs geti hreyft hendur sínar og fætur. Ekki er vitað hvort að hún muni hljóta varanlegar heilaskemmdir.

Gróf barnsmóður sína lifandi

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi fyrr í vikunni. Hann er grunaður um að hafa grafið barnsmóður sína lifandi.

Fjarvera Pakistans vekur athygli

Fjarvera fulltrúa frá Pakistan setti svip sinn á alþjóðlega ráðstefnu um framtíð Afganistans, sem haldin var í Þýskalandi í gær. „Það er óheppilegt að þeir tóku ekki þátt,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég reikna með að Pakistanar muni taka þátt í framhaldinu og við reiknum með að þeir gegni uppbyggilegu hlutverki.“

Norðmenn í smjörklípu

Hálft kíló af smjöri er selt á 300 norskar krónur á Internetinu í Noregi. Ástæaðn er sú að Norðmenn skortir hreinlega smjör fyrir jólin. Þar hefur smjör verið ofnotað gríðarlega og eftirspurnin verið margfalt meiri en framboðið á því.

Vísindamenn uppgötva nýja Jörð

Vísindamenn hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna telja sig hafa fundið plánetu sem sé afar lík Jörðinni. Plánetan er í hentugri fjarlægð frá fylgdarstjörnu sinni og er í ákjósanlegri stærð.

Seta eykur fitumyndun

Nýleg rannsókn gefur til kynna að langvarandi þrýstingur á rasskinnar og mjaðmir geti orsakað allt að 50% meiri fitu á þessum stöðum.

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins hafin

Örlagarík vika í sögu evrusvæðisins er hafin. Í dag munu þau Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti funda til að ná samkomulagi um leiðir til að berja niður skuldakreppuna sem ríkt hefur á evrusvæðinu.

Fyrsta kossinum sjónvarpað um allan heim

Bandaríski raunveruleikaþátturinn The Virgin Diaries var frumsýndur í gær. Þátturinn er afar umdeildur enda er viðfangsefni hans tilhugalíf óspjallaðra einstaklinga.

Segir Rauðu Khmerana hafa verið góða gæja

Nuon Chea, sem var næstráðandi hjá Rauðu Khmerunum, sagði í dag að hann og aðrir liðsmenn í Rauðu Khmernunum væru ekki slæmir menn. Hann neitaði því að Rauðu Khmerarnir bæru ábyrgð á láti 1,7 milljón manna á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir Chea í dag.

Má áfrýja til Hæstaréttar

Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarvefsins WikiLeaks, er heimilt að áfrýja til Hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun breskra dómstóla að hann verði framseldur til Svíþjóðar. Yfirréttur í London komst að þessari niðurstöðu í dag. Assange hefur hingað til haldið sig í Bretlandi og varist framsalsbeiðninni fyrir breskum dómstólum. Assange var kærður fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum í Svíþjóð í fyrra og vilja sænsk yfirvöld yfirheyra hann vegna kærunnar.

Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar

Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn.

Neyðarástand í Perú vegna gullnámu

Ollanta Humala forseti Perú hefur lýst yfir neyðarástandi í norðurhluta landsins þar sem bitur mótmæli hafa staðið yfir gegn nýrri gullnámu í héraðinu Cajamarca.

Flokkur Putin hélt meirihluta sínum í Dúmunni

Úrslit þingkosninganna í Rússlandi eru áfall fyrir Valdimir Putin forsætisráðherra Rússlands og flokk hans Sameinað Rússland. Þegar búið er að telja yfir 90% atkvæða er samt ljóst að flokkurinn heldur meirihluta sínum í Dúmunni, neðri deild þingsins.

Vill rannsókn á Sýrlandsstjórn

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vill að Alþjóðlegi sakadómstóllinn taki mannréttindabrot sýrlenskra stjórnvalda til rannsóknar. Pillay kynnti á fundi mannréttindaráðs SÞ á föstudag nýjar upplýsingar um framferði sýrlenskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum, þar sem meðal annars kemur fram að meira en fjögur þúsund manns hafi verið drepnir undanfarna mánuði, þar af að minnsta kosti 307 á barnsaldri.- gb

Jonah Mowry þakkar fyrir sig

Jonah Mowry, unglingurinn sem fangaði hjörtu netnotenda um allan heim eftir að myndband sem hann setti á netið í ágúst fór á ótrúlegt flug, hefur nú birt nýtt myndskeið á YouTube. Þar þakkar hann bloggaranum Perez Hilton sýndan stuðning en hann hefur strítt við einelti í langan tíma. Bloggarinn Perez Hilton, sem nýtur gríðarlegra vinsælda og hefur lengi talað gegn einelti, benti á myndband Jonah og eftir það fór boltinn að rúlla.

Strokufangi í djúpum skít

Þegar lögreglan í Chicago náði loksins í skottið á strokufanga sem hafði verið á flótta eftir að hafa brotist út úr fangaflutningabíl þurfti ekki að segja honum að hann væri í djúpum skít. Hann var það nefnilega. Dagblaðið Herald-News greinir frá því að hinum 37 ára gamla Cesar Sanhcez hafi tekist að fara huldu höfði í nokkra klukkutíma. Leitarhundar voru kallaðir út og eftir nokkra leit runnu þeir á lyktina.

Útgönguspá: Flokkur Pútíns tapar fylgi en fær þó tæp 50 prósent

Kosningar hófust í Rússlandi í dag en kosið er til neðri-deildar þingsins. Útgönguspár gera ráð fyrir því að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, hafi tapað miklu fylgi. Sölvi Tryggvason sinnir eftirliti með kosningunum og segir þær hafa farið vel fram.

Risapöndur flytja til Skotlands

Risapöndurnar Tian Tian og Yang Guang hafa flust búferlum og munu eyða næstu tíu árum í það minnsta í dýragarðinum í Edinborg í Skotlandi. Þær eru fyrstu pöndurnar í breskum dýragarði í sautján ár og hefur koma þeirra vakið mikla athygli í nýja heimalandinu. Þær voru fluttar í dag með flugvél frá Kína og tók flugferðin níu tíma. Á leiðinni gæddu þær sér á bambus, eplum, og gulrótum en með í för voru dýralæknir og tveir starfsmenn dýragarðsins. Varaforsætisráðherra Bretlands, Nick Clegg, segir að koma dýranna sé vitnisburður um gott samband Breta og Kínverja.

Þúsundir Þjóðverja fluttir á brott vegna sprengju sem fannst í Koblenz

Tugþúsundir íbúa þýsku borgarinnar Koblenz hafa verið fluttir af heimilum sínum eftir að risastór ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í ánni Rín sem rennur í gegnum borgina. Um 45 þúsund manns þurftu að yfirgefa borgina en í dag á að reyna að aftengja sprengina sem er tæp tvö tonn af þyngd en henni var varpað á borgina af breskri sprengjuflugvél á sínum tíma.

Rússar ganga til kosninga

Í dag ganga Rússar til kosninga um neðri-deild þingsins til næstu fimm ára. Deilt hefur verið á framkvæmd kosningana en, Golos, einu sjálfstæðu eftirlitssamtök Rússlands, hafa tekið á móti fimm þúsund og þrjú hundruð kvörtunum.

Dæmdur í fangelsi fyrir dónalegt húðflúr

Dómari í áströlsku borginni Ipswich dæmdi á dögunum mann í fangelsi fyrir undarlegar sakir. Maðurinn húðflúrar fólk í hjáverkum og þegar kúnni kom til hans og bað hann um kínverska táknið Ying og Yang hófst hann handa. En þegar hann var nýbyrjaður virðist hann hafa móðgast hressilega vegna einhvers sem kúnninn sagði og í stað þess að flúra táknið ákvað hann að teikna stærðarinnar getnaðarlim á bak mannsins.

Þriðji hver Dani haldið framhjá

Ný könnun leiðir í ljós að þriðji hver Dani hefur verið maka sínum ótrúr einhvern tímann á ævinni. Framhjáhaldið skiptist nokkuð jafnt milli kynja.

Cain hættur við framboð

Herman Cain, einn þeirra sem hefur þótt líklegur til að hreppa útnefningu Repúplikana til framboðs í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum er hættur í kapphlaupinu. Þetta tilkynnti hann rétt í þessu en beðið hefur verið eftir tilkynningu hans í nokkurn tíma. Cain var nær óþekktur viðskiptamógúll sem hafði auðgast á Pizza framleiðslu áður en hann bauð sig fram. Öllum að óvörum gekk honum nokkuð vel í kapphlaupinu og hefur stundum mælst með mesta stuðninginn á meðal kjósenda. Hneykslismálin hrúguðust þó upp að lokum en hann hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð nokkurra kvenna. Þá steig kona ein fram í síðustu viku og fullyrti að hún hafi haldið við Cain, sem er giftur maður, í þrettán ár.

Heiðursglæpum fjölgar mikið

Svokölluðum heiðursglæpum hefur fjölgað mikið í Bretlandi á síðustu misserum. Með heiðursglæpum er átt við það þegar konum og stúlkum er refsað af fjölskyldum sínum. Guardian hefur nú í fyrsta sinn birt tölur yfir heiðursglæpi sem framdir eru í Bretlandi en það voru réttindasamtök íranskra og kúrdískra kvenna sem fóru fram á að tölurnar yrðu gerðar opinberar.

Þrjátíu og þrír fórust í bílslysi í Brasilíu

Brasilísk yfirvöld segja að þrjátíu og þrír verkamenn hafi farist þegar flutningabíll með tengivagn skall á langferðabíl sem flutti verkamenn í fylkinu Bahia í suðurhluta landsins. Lögregla segir að ökumaður flutningabílsins hafi misst stjórn á honum í beygju þegar hann var á leið niður bratta brekku nálægt bænum Miracles.

Sjá næstu 50 fréttir