Erlent

Monti boðar 4.800 milljarða niðurskurð og skattahækkanir

Mario Monti forsætisráðherra Ítala leggur í dag fram frumvarp á ítalska þinginu sem felur í sér 30 milljarða evra eða um 4.800 milljarða króna sparnað á fjárlögum ríkisins.

Af þessari upphæð eru 20 milljarðar evra hreinn niðurskurður á fjárlögunum en 10 milljarðar evra fást með skattahækkunum sem grípa á til.

Frumvarpið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærdag en það hefur hlotið nafnið Björgum Ítalíu. Ætlunin er að nota það fjármagn sem fæst með skattahækkunum til að blása lífi í efnahagskerfi landsins með ýmsum aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×