Erlent

Íranir segjast hafa skotið niður njósnavél

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad.
Írönsk yfirvöld segjast hafa skotið niður ómannaða njósnaflugvél frá Bandaríkjaher sem hafi flogið inn í íranska lofthelgi í austurhluta landsins.

Að sögn írana skemmdist flugvélin lítið þegar hún hrapaði og er hún nú í vörslu íranska hersins. Íran á nú í hörðum deilum við mörg ríki Vesturlanda vegna kjarnorkuáætlunar sem sumir segja að miði að því að smíða kjarnorkuvopn.

Því hafa Íranir hinsvegar ávallt neitað staðfastlega. Þetta er í þriðja sinn sem íranir segjast hafa skotið niður njósnavélar en Bandaríkjamenn hafa aldrei viljað tjá sig um fréttir af því tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×