Erlent

Jonah Mowry þakkar fyrir sig

Jonah Mowry, unglingurinn sem fangaði hjörtu netnotenda um allan heim eftir að myndband sem hann setti á netið í ágúst fór á ótrúlegt flug, hefur nú birt nýtt myndskeið á YouTube. Þar þakkar hann bloggaranum Perez Hilton sýndan stuðning en hann hefur strítt við einelti í langan tíma. Bloggarinn Perez Hilton, sem nýtur gríðarlegra vinsælda og hefur lengi talað gegn einelti, benti á myndband Jonah og eftir það fór boltinn að rúlla.

158 þúsund manns hafa horft á myndbandið og tæplega nítíu þúsund hafa skrifað skilaboð hans. Flestir skrifa hvatningarorð til Jonah en einn og einn gerir lítið úr honum og sumir ýja að því að myndbandið sé falsað. Þá hafa Facebook síður verið opnaðar honum til stuðnings.



Í nýja myndbandinu þakkar Jonah sýndan stuðning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×