Erlent

Kerti menga meira en fjölmennar umferðaræðar

Bruni frá einu stöku kerti veldur margfalt meiri mengun innanhús en er til staðar á fjölförnum umferðaræðum. Í frétt um málið í Politiken segir að samkvæmt mælingum gefur brennandi kerti frá sér nær áttfalt meira af hárfínum sótögnum en umferðin á H.C. Andersen breiðgötunni í Kaupmannahöfn.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir Dani en yfir helmingur þeirra kveikir á kerti á hverjum degi á heimili sínu yfir vetrarmánuðina. Hið mikla magn af sótögnum sem stafa frá kertum hefur vakið áhyggjur meðal lækna og vísindamanna sem hvetja Dani til að draga úr notkun þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×