Erlent

Segir Rauðu Khmerana hafa verið góða gæja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nuon Chea segir að Rauðu Khmerunum sé ekki um að kenna.
Nuon Chea segir að Rauðu Khmerunum sé ekki um að kenna. mynd/ afp.
Nuon Chea, sem var næstráðandi hjá Rauðu Khmerunum, sagði í dag að hann og aðrir liðsmenn í Rauðu Khmernunum væru ekki slæmir menn. Hann neitaði því að Rauðu Khmerarnir bæru ábyrgð á láti 1,7 milljón manna á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta kom fram í réttarhöldum yfir Chea í dag.

Chea er ásamt tveimur öðrum forystumönnum Khmeranna, sakaður um glæpi gegn mannkyninu, þjóðhreinsanir, trúarofsóknir og pyntingar. Allir þrír neita þeir sök. Pol Pot var hæstráðandi í Rauðu Khmerunum en hann hafði tvo næstráðendur og var Chea annar þeirra.

Nuon Chea segir að Víetnamar beri ábyrgð á láti þeirra 1,7 milljóna manna sem dóu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×