Erlent

Risapöndur flytja til Skotlands

Risapöndurnar Tian Tian og Yang Guang hafa flust búferlum og munu eyða næstu tíu árum í það minnsta í dýragarðinum í Edinborg í Skotlandi. Þær eru fyrstu pöndurnar í breskum dýragarði í sautján ár og hefur koma þeirra vakið mikla athygli í nýja heimalandinu. Þær voru fluttar í dag með flugvél frá Kína og tók flugferðin níu tíma. Á leiðinni gæddu þær sér á bambus, eplum, og gulrótum en með í för voru dýralæknir og tveir starfsmenn dýragarðsins. Varaforsætisráðherra Bretlands, Nick Clegg, segir að koma dýranna sé vitnisburður um gott samband Breta og Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×