Erlent

Vill rannsókn á Sýrlandsstjórn

Fulltrúi Sýrlands á fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/AFP
Fulltrúi Sýrlands á fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/AFP
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, vill að Alþjóðlegi sakadómstóllinn taki mannréttindabrot sýrlenskra stjórnvalda til rannsóknar. Pillay kynnti á fundi mannréttindaráðs SÞ á föstudag nýjar upplýsingar um framferði sýrlenskra stjórnvalda gagnvart mótmælendum, þar sem meðal annars kemur fram að meira en fjögur þúsund manns hafi verið drepnir undanfarna mánuði, þar af að minnsta kosti 307 á barnsaldri.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×