Erlent

Þúsundir Þjóðverja fluttir á brott vegna sprengju sem fannst í Koblenz

Mynd/AP
Tugþúsundir íbúa þýsku borgarinnar Koblenz hafa verið fluttir af heimilum sínum eftir að risastór ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í ánni Rín sem rennur í gegnum borgina. Um 45 þúsund manns þurftu að yfirgefa borgina en í dag á að reyna að aftengja sprengina sem er tæp tvö tonn af þyngd en henni var varpað á borgina af breskri sprengjuflugvél á sínum tíma.

Búið er að tæma borgina í tveggja kílómetra radíus umhverfis sprengjuna og þurfti meðal annars að tæma tvö sjúkrahús, sjö elliheimili og eitt fangelsi. Sprengjan fannst í síðustu viku þegar vatnsborðið í Rín féll óvenjulega mikið vegna óvenjumikils úrkomuleysis á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×