Erlent

Kynferðisleg smáskilaboð unglinga ekki vandamál

Þrátt fyrir að unglinga eyði miklum tíma í snjallsímum sínum þá ættu foreldrar ekki að hafa áhyggjur.
Þrátt fyrir að unglinga eyði miklum tíma í snjallsímum sínum þá ættu foreldrar ekki að hafa áhyggjur. mynd/AFP
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til að mun færri unglingar senda kynferðisleg smáskilaboð en áður var talið.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru rétt um 1% unglinga á aldrinum 10 til 17 ára sem sent hafa kynferðisleg eða kámfengin smáskilaboð.

Niðurstöðurnar eru traustvekjandi og gefa til kynna að kynferðisleg smáskilaboð séu í raun ekki jafn alvarlegt vandamál og áður var talið. Eldri rannsóknir gáfu til kynna að um 20% unglinga hefðu á einhverjum tímapunkti sent kynferðisleg smáskilaboð.

Sálfræðingurinn Kimberly Mitchell, einn af stjórnendum rannsóknarinnar, segir að kynferðisleg smáskilaboð séu ekki eitthvað sem foreldrar ættu að hafa áhyggjur af. Hún telur að slík skilaboð séu hluti af þroska barna. Nútímatækni gerir þannig unglingum kleift að leita nýrra leiða í forvitni sinni. Hún telur að foreldrar séu uggandi vegna þess að tæknin sé þeim framandi.

Dr. Michael Rich hjá barnaspítalanum í Boston segir móðursýki einkenna umræðuna um kynferðisleg smáskilaboð unglinga. Hann segir að ungt fólk finni ávallt leiðir til að kanna kynferði sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×