Erlent

Nútímafjölskylda - Tveir pabbar og hamingjusöm móðir

Frá fæðingu Eamons litla. Ian heldur utanum um Jaiya á meðan Jon fylgist með.
Frá fæðingu Eamons litla. Ian heldur utanum um Jaiya á meðan Jon fylgist með. mynd/BARCROFT
Nútímafjölskyldan er oft á tíðum flókin. Jaiya Ma eignaðist sitt fyrsta barn fyrir stuttu. Unnusti hennar aðstoðaði við barnsburðinn - kærastinn fylgdist með.

Fyrir nokkrum árum ákváðu Jaiya Ma og kærastinn hennar, Jon Hanaeur, að samband þeirra ætti að vera opið. Þau fóru bæði að kynnast nýju fólki og þegar Jaiya kynntist hinum 44 ára gamla Ian Ferguson flutti hann inn á heimili þeirra.

Jon tók Ian með opnum örmum. Þeir eru mestu mátar og eru hæst ánægðir með að deila sömu konunni. Þegar ljóst var að Jaiya gekk með barn Ians var ákveðið að öll þrjú myndu sjá um uppeldi barnsins.

Þau búa nú saman í Topanga í Kalíforníu og yngsti meðlimur fjölskyldunnar, Eamon, virðist vera ánægður með pabbana tvo.

Jaiya segir það vera stórkostlegt að hafa þrjá foreldra til að annast Eamon - hún segir að húsverkin séu auðveldari og að sonur hennar fái sífellda athygli.

Henni grunar að málin munu líklega flækjast þegar Eamon hefur skólagöngu sína en hún segist þó hafa litlar áhyggjur - nútíma fjölskyldur eru yfirleitt örlítið flóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×