Erlent

Einkamyndir Mark Zuckerberg opnar öllum

Mark Zuckerberg gefur sælgæti á Hrekkjavökunni.
Mark Zuckerberg gefur sælgæti á Hrekkjavökunni. mynd/AFP
Zuckerberg með girnilega kjúklingamáltíð.mynd/Facebook
Einkamyndir Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns samskiptasíðunnar Facebook, voru gerðar opinberar í dag. Talið er að galli í öryggiskóðun síðunnar hafi orðið til þess að allar persónulegar myndir stofnandans hafi verið opnar öllum.

Talið er að gallinn hafi gert hverjum sem er kleift að skoða ljósmyndir sem áður höfðu verið lokaðar almenningi.

Talsmaður Facebook segir að gallinn hafi einungis verið til staðar í stutta stund og megi rekja hann til uppfærslu síðunnar.

Samskiptasíðan hefur áður verið gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar notenda sinna. Ekki er vitað til þess að guðfaðir síðunnar hafi áður orðið fyrir barðinu á sínum eigin kóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×