Erlent

Þrjátíu og þrír fórust í bílslysi í Brasilíu

Brasilísk yfirvöld segja að þrjátíu og þrír verkamenn hafi farist þegar flutningabíll með tengivagn skall á langferðabíl sem flutti verkamenn í fylkinu Bahia í suðurhluta landsins. Lögregla segir að ökumaður flutningabílsins hafi misst stjórn á honum í beygju þegar hann var á leið niður bratta brekku nálægt bænum Miracles.

Ökumaðurinn komst lífs af en er alvarlega slasaður og sama er að segja um marga fleiri sem voru í langferðabílnum þannig að tala látinna gæti hækkað enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×