Erlent

Heiðursglæpum fjölgar mikið

Banaz Mahmod varð fórnarlamb heiðursmorðs í Englandi árið 2006.
Banaz Mahmod varð fórnarlamb heiðursmorðs í Englandi árið 2006.
Svokölluðum heiðursglæpum hefur fjölgað mikið í Bretlandi á síðustu misserum. Með heiðursglæpum er átt við það þegar konum og stúlkum er refsað af fjölskyldum sínum. Guardian hefur nú í fyrsta sinn birt tölur yfir heiðursglæpi sem framdir eru í Bretlandi en það voru réttindasamtök íranskra og kúrdískra kvenna sem fóru fram á að tölurnar yrðu gerðar opinberar.

Þær sýna glöggt að vandamálið er vaxandi en á einu ári fjölgaði slíkum glæpum um 47 prósent. Glæpirnir eru af ýmsum toga, sýruárásir, barsmíðar, konum er þröngvað í hjónaband og þeim misþyrmt eða þær jafnvel myrtar. Tölurnar sýna ennfremur að sum lögregluumdæmi í Bretlandi skrá heiðursglæpi ekki sérstaklega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×